Fréttir

Fréttamynd

Eldur í bíl á Grettisgötu

Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

62 létust í sprengingum í Baghdad

Tala látinna í tveimur bílasprengingum í Baghdad í Írak í dag heldur áfram að hækka. Nú er staðfest að 62 létust og í það minnsta 120 slösuðust. Önnur sprengjan sprakk á markaði síja í nýjum hluta höfuðborgarinnar og hin í Sadr hverfinu. Um er að ræða mannskæðustu árásir síðan á miðvikudag þegar herir Bandaríkjamanna og Íraka tóku höndum saman um að skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Átta bandarískir hermenn létust í Afghanistan

Átta bandarískir hermenn létust og 14 slösuðust þegar herþyrla hrapaði í suðausturhluta Afghanistan. Þyrlan var af Chinook gerð. Flugmaðurinn hafði tilkynnt um vandræði í mótor. Þyrlan hrapaði í Zabul héraði við landamæri Pakistan, en þar hafa aðgerðir talibana verið áberandi upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Þjónustuhöfn fyrir Austur Grænland á Ísafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að auknum umsvifum og þjónustu Ísafjarðarhafnar, meðal annars með því að efla höfnina sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland. Samþykkt hefur verið að atvinnumálanefnd og hafnarstjórn bæjarins vinni tillögur sem fyrst um málið.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum

Á einum sólarhring í vikunni mældust 152 ökumenn á of miklum hraða í Hvalfjarðargöngunum. Einn þeirra mældist á 120 km hraða hámarkshraði er 70 km. Um er að ræða tímabilið frá háegi á þriðjudag til hádegis á miðvikudegi, og voru 11 ökumannanna á yfir 90 km hraða. Allir 152 eiga von á sekt en þeir voru festir á filmu hraðamyndavélar í göngunum.

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju konur!

Konudagurinn er í dag og í dag hefst líka góan, fimmti mánuður ársins samkvæmt norrænu tímatali. Flestir eiginmenn gleðja eiginkonur sínar með ýmsum hætti. Mikið er að gera í blómaverslunum, en blómin eru líklega klassískasta gjöf eiginmannanna á þessum degi.

Innlent
Fréttamynd

Ár svínsins gengið í garð

Milljónir manna hafa verið á faraldsfæti innan Kína sem og til landsins alla þessa viku og er um að ræða eina mestu fólksflutninga á jörðinni. Ástæðan er þó ekki stríðsátök eða hungursneyð, heldur mun gleðilegri - nýja árið í kínverska tímatalinu er nefnilega gengið í garð þar í landi og nú taka við vikulöng hátíðahöld.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki í stríð við unga fólkið

Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu

Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands. Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína.

Innlent
Fréttamynd

Bretar áhyggjufullir vegna unglingadrykkju

Breskir læknar vilja sérstök meðferðarúrræði fyrir börn með áfengissýki. Börn allt niður í 12 ára aldur eru greind sem alkahólistar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent. Vaxandi áhyggjur eru í Bretlandi vegna mikillar áfengisdrykkju. Aldrei hafa jafn margir unglingar frá tólf ára aldri þurft læknisaðstoð vegna hliðarverkana áfengisdrykkju.

Erlent
Fréttamynd

Hálka á heiðum

Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að sniðganga Palestínustjórn

Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa fallist á að sniðganga nýja þjóðstjórn Palestínumanna nema stjórnin viðurkenni Ísraelríki og láti af ofbeldisverkum gegn Ísraelum. Ekkert samstarf verði á milli Ísraela og Palestínumanna ef af þessu verði ekki. Þessu lýsti Ehud Olmert yfir í aðdraganda viðræðna milli hans og utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice.

Erlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum

Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart. Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið.

Innlent
Fréttamynd

Brutust inn í bíla í Reykjanesbæ

Tveir drengir, 17 og 18 ára, voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi eftir að íbúi stóð þá að verki þar sem þeir voru að reyna að komast inn í bifreiðar. Þeir höfðu þá þegar farið inn í nokkrar bifreiðar og tekið lausamuni. Drengirnir gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglu nú fyrir hádegið.

Innlent
Fréttamynd

Þrír teknir á Akureyri með fíkniefni

Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn vegna gruns um fíkniefnamisferli í gær. Hún stöðvaði bifreið mannanna og fann við leit meint fíkniefni á mönnunum og í bifreiðinni. Mennirnir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru yfirheyrðir og sleppt af yfirheyrslum loknum.

Innlent
Fréttamynd

Eiríkur Hauksson vann Söngvakeppnina

Lagið "Ég les í lófa þínum" eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Kristjáns Hreinssonar vann Söngvakeppni Sjónvarpsins sem lauk nú rétt í þessu. Eiríkur Hauksson mun því verða fulltrúi Íslands í Evróvisjón söngvakeppninni sem fram fer í Helsinki í Finnlandi í maí.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir Ítala mótmæltu í Vicenza

Þúsundir Ítala mótmæltu stækkun bækistöðvar Bandaríska hersins í borginni Vicenza á Ítalíu í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja meirihluta bæjarbúa mótfallna áformum bandaríska hersins. Þeir segja Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu hafa hunsað mótbárur þeirra gegn stækkuninni.

Erlent
Fréttamynd

Öldungadeild hafnar ályktun fulltrúadeildar

Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í dag að samþykkja ályktun sem fordæmir ákvörðun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins með 246 atkvæðum gegn 182. Þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem demókrötum í öldungadeildinni mistekst að vinna á mótstöðu repúblíkana og ná viðunandi fjölda atkvæða til að koma máli í gegn.

Erlent
Fréttamynd

Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið

Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannaverðlaun Íslands afhent

Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðinga og um Byrgið. Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri eða áldrottning?

Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði segir núverandi bæjarstjóra stefna að því að verða áldrottning. Sigurður Jónsson sem nú er sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi sendir meirihluta bæjarstjórnar í Garði tóninn á bloggsíðu sinni og gagnrýnnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Sjö létust í eldsvoða í Pennsylvaníu

Sjö manns létust, þar af sex börn, þegar kviknaði í húsi í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum. Börnin voru á aldrinum tveggja til tíu ára, en kona um tvítugt lést einnig í eldsvoðanum. Nokkrir fullorðnir komust úr húsinu þegar eldurinn kviknaði klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Ekki er enn vitað um orsök eldsins, en húsið var timburhús í Franklin rétt við Pittsburg.

Erlent
Fréttamynd

Mynd ársins 2006 valin

Mynd Árna Torfasonar ljósmyndara og formanns Blaðaljósmyndarafélagsins var valin mynd ársins á sýningu blaðaljósmyndara í Gerðarsafni í dag. Myndina tók Árni af Sif Pálsdóttur sem varð fyrst íslenskra kvenna Norðurlandameistari í fjölþraut fimleika.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta

Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta. Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga.

Innlent
Fréttamynd

Fékk rúðu í höfuðið

Níu ára stúlka fékk stykki úr rúðu á höfuðið þegar hún gekk niður Laugaveg í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um heimilisófrið í húsi við Laugaveg sem endaði með því að tösku var kastað í rúðu með einföldu gleri. Stórt stykki féll úr rúðunni og lenti flatt á höfði stúlkunnar. Hún var með húfu og í góðri úlpu. Hana sakaði því ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hundur glefsaði í andlit stúlku

Sjö ára gömul stúlka varð fyrir minniháttar meiðslum í andliti í dag þegar hundur glefsaði í hana í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Hundurinn var ekki í ól og vill vakthafandi læknir á slysadeild brýna fyrir fólki að hafa hunda ekki lausa.

Innlent
Fréttamynd

Átta yfirheyrðir vegna umferðarlagabrota

Alls hafa átta manns verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík í vegna umferðarlagabrota frá því seint í gærkvöldi til morguns. Öllum hefur verið sleppt og teljast málin upplýst. Að sögn lögreglu er þetta óvenju mikill fjöldi yfirheyrslna vegna umferðarlagabrota á einum degi.

Innlent
Fréttamynd

Japanir hafna hjálp frá Greenpeace

Japanir hafa neitað að þiggja hjálp frá einu skipi náttúruverndarsamtakanna Greenpeace fyrir japanskt hvalveiðiskip sem er laskað á sjó eftir eld. Yfirvöld á Nýjasjálandi óskuðu eftir að skip Greenpeace fengi að aðstoða hvalveiðiskipið Nisshin Maru í Suðurskautshafi. Þeir óttast að olía geti lekið frá skipinu og spillt stærstu heimkynnum Adelie mörgæsa rétt hjá.

Erlent
Fréttamynd

Skotinn til bana í London

Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í austurhluta London í morgun. Hann er síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í borginni. Tilkynning barst undir morgun um að byssuskot hefðu heyrst í Hackney hverfinu og fann lögregla lík mannsins í kjölfarið. Hann hafði verið skotinn til bana í bíl.

Erlent
Fréttamynd

F-16 flugmenn uppfylla ekki NATO kröfur

Danskir flugmenn F-16 orustuþota uppfylla ekki kröfur NATO um að fljúga 180 flugtíma á ári. Ástæðan er skortur á flugvirkjum danska flughersins. Frá áramótum hafa 12 flugvirkjar annað hvort sagt upp störfum eða óskað eftir launalausu leyfi. Þetta kemur fram í danska blaðinu Berlingske Tidende. Flugvirkjarnir eru ósáttir við lífeyris mál.

Erlent