Innlent

Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta

Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara.
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara.

Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta.

Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga. Hann segir endurskoðunarákævði í kjarasamningi kveða á um að meta eigi efnahags- og kjaraþróun frá því í nóvember 2004 til september 2006.

Stéttinni hefur nú verið boðin 0.75% hækkun til að mæta breytingunum sem orðið hafa auk boðs um hækkun grunnlauna um 1.25% frá og með næstu áramótum, gegn því að samningnum verði framlengt til maí 2008.

"Nú er svo komið tugþúsundum króna munar á mánaðarlaunum kennara og annarra stétta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×