Fréttir

Fréttamynd

Blair hótar Írönum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða.

Erlent
Fréttamynd

Brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg

Vörnin í Hafskipsmálinu byggðist á því að skoða þyrfti tekjur og gjöld í heild. Í dómi málsins frá 1991 var heildarmatskenningu algjörlega hafnað og sakborningar sakfelldir fyrir bókhaldsbrot. Það sama ætti að gera í Baugsmálinu. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í morgun. Hann segir brot í Hafskipsmálinu sakleysisleg í samanburði við Baugsmálið.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst við kröfu á hendur hótelinu

Hótelstjóri Hótels Sögu segist hafa búist við því að aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda sem ekkert varð af myndu krefja hótelið um bætur. Hópnum var úthýst af Hótel Sögu eftir mikla umræðu um væntanlega heimsókn hans.

Innlent
Fréttamynd

Hicks játaði

Ástralinn David Hicks, sem setið hefur í fangabúðunum í Guantanamo undanfarin fimm ár, hefur viðurkennt fyrir herdómstól að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Hicks er fyrsti Guantanamo-fanginn sem réttað er yfir samkvæmt lögum sem mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákaft.

Erlent
Fréttamynd

Framburður Jóns Geralds trúverðugur

Framburður Jóns Geralds Sullenbergers hefur verið afar trúverðugur frá upphafi og ekki tekið breytingum. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður sagði að framburður Jóns Geralds samræmist framburði annarra sem koma að málinu, nema Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn

Kínverjar hafa sett á markað sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn,“ líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grænmetistollur stríðir gegn lækkun matvöruverðs

Neytendasamtökin mótmæla harðlega áformum um að leggja tolla á innflutt grænmeti frá löndum utan Evrópusambandsins. Það stríði gegn aðgerðum til lækkunar á matvöruverði sem sé enn allt of hátt. Samtökin birta í dag bréf til forsætis- og landbúnaðarráðherra á heimasíðu sinni. Þar segir að það komi verulega á óvart að stjórnvöld hafi fallist á slíka tolla í samningum við Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja meina Elton að koma til Tóbagó

Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki.

Erlent
Fréttamynd

Geimhöfn reist í Nýju Mexíkó

Kjósendur í ríkinu Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum munu brátt greiða atkvæði um hvort það eigi að reisa geimhöfn í ríkinu. Hún myndi gagnast einkafyrirtækjum sem ætla sér að fljúga farþegaflug út í geim. Ef kjósendur samþykkja nýjan skatt, sem fjármagna á byggingu geimhafnarinnar, verður hafist handa við byggingu hennar strax á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Kabila ver ákvörðun sína um beita hernum

Joseph Kabila, forseti Kongó, hefur varið þá ákvörðun sína að beita hernum gegn vopnuðum fylgismönnum Jean-Pierre Bemba í síðustu viku. Að minnsta kosti 150 manns létu lífið í átökunum í höfuðborginni Kinshasa.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Venesúela taka til sín land

Stjórnvöld í Venesúela hafa tekið til sín 330.000 hektara af landi til þess að geta dreift því aftur út samkvæmt hugmyndum Hugo Chavez, forseta landsins, en hann ætlar sér að gera miklar endurbætur á landbúnaði í Venesúela. Chavez sagðist hafa tekið til sín 16 býli sem að hefðu ekki skilað hagnaði.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að svara spurningum demókrata

Aðstoðarkona Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, neitaði í dag að bera vitni fyrir þingnefnd um brottrekstur átta alríkissaksóknara og skýldi sér á bak við fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Sá viðauki kveður á um að vitni þurfi ekki að svara spurningum ef að svörin gætu leitt til eigin sakfellingar.

Erlent
Fréttamynd

Bretar segjast geta sýnt fram á sakleysi sjóliða

Bretar sögðu í dag að þeir muni sanna að bresku sjóliðarnir, sem Íranar handtóku á föstudaginn, hafi verið á írösku hafsvæði þegar handtökurnar átti sér stað. Sannanirnar segjast þeir ætla að sýna ef sjóliðunum verður ekki sleppt fljótlega. Íranar hafa haldið því fram að hermennirnir hafi verið á írönsku hafsvæði og að þess vegna hafi þeir verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar leggja til friðarráðstefnu Arabaríkja

Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Ísraelar, Palestínumenn og Arabaríkin taki sig saman og reyni að endurlífga friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú þar á ferðalagi sem og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamótmæli í Pakistan

Stjórnarandstæðingar í Pakistan mótmæltu í þúsundatali í víða um landið í dag og kröfðust afsagnar Pervez Musharraf, forseta landsins. Mótmælin voru friðsamleg en voru fámennari en skipuleggjendur höfðu vonast til.

Erlent
Fréttamynd

Egyptar kjósa um bann við trúarlegum stjórnmálaflokkum

Rólegt var á kjörstöðum í Egyptalandi í dag en kosið var um breytingar á stjórnarskrá landsins. Allir helstu stjórnarandstöðuflokkar höfðu sagt fylgismönnum sínum að sniðganga þær þar sem þær banna trúarlega stjórnmálaflokka.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fanginn fyrir endurbættan herrétt

David Hicks, sem er fangi í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna og ásakaður um að hafa barist gegn þeim í Afganistan, fór í dag fyrir herrétt Bandaríkjamanna. Hicks á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur þegar eytt fimm árum í fangelsinu í Guantanamo. Hann er fyrsti fanginn sem fer fyrir hinn nýja dómstól sem notaður í málum gegn föngum í Guantanamo.

Erlent
Fréttamynd

Tamíl-tígrar gerðu loftárás

Upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ekki of djúpt í árina tekið að segja landið ramba á barmi borgarastyrjaldar. Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll í höfuðborginni Colombo. Loftárásin er sú fyrsta sem tígrarnir gera.

Erlent
Fréttamynd

Hvað má og hvað má ekki?

Suma vöru og þjónustu er heimilt að selja en þær má hins vegar ekki auglýsa. Svo er annað sem leyfilegt er að auglýsa en harðbannað að ástunda.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegt samkomulag í höfn

Sögulegt samkomulag tókst í dag um myndun heimastjórnar á Norður-Írlandi. Leiðtogar Sambandsflokksins og Sinn Fein sömdu um þetta á fundi í morgun en þar til þá höfðu þeir aldrei hist augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Krefja Hótel Sögu um bætur

Aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda, sem fyrirhuguð var í Reykjavík í þessum mánuði en ekkert varð af, ætla að krefja Hótel Sögu um bætur fyrir að úthýsa þeim. Lögmaður hópsins segir að málið fari fyrir dóm, verði krafan ekki greidd, og útilokar ekki meiðyrðamál.

Innlent
Fréttamynd

Segir ESB-aðild handan við hornið

Ísland mun ganga í Evrópusambandið fyrr en síðar, ekki síst vegna vaxandi þrýstings atvinnulífsins. Þetta er skoðun Jóns Baldvins Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Vilja jafnræði í fréttaumfjöllun

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar segja flesta fjölmiðla hafa sniðgengið staðreyndir og flutt fréttir frá Sól í Straumi gagnrýnislaust. Hins vegar sé ekki jafnræði í viðtölum til handa samtökunum og Sól í Straumi. Hagur Hafnarfjarðar er fylgjandi stækkun Álversins. Í yfirlýsingu mótmæla samtökin rangfærslum frá Sól í Straumi og segja þær til þess ætlaðar að ala á tortryggni.

Innlent
Fréttamynd

Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs

Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Halldór slasaðist á æfingu

Fresta þarf frumsýningu leiksýningarinnar Grettis sem frumsýna átti í Borgarleikhúsinu á föstudag um þrjár vikur. Ástæðan er sú að Halldór Gylfason leikari, sem leikur sjálfan Gretti, meiddist í baki á æfingu á laugardaginn. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri „hundsvekktur."

Innlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófar á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók karlmann á veitingastað í bænum aðfararnótt laugardags. Maðurinn var að tína veigar af barnum þegar lögreglan kom að. Hann gerði misheppnaða flóttatilraun og gisti fangageymslur lögreglu um nóttina. Við húsleit á heimili mannsins daginn eftir kom í ljós að hann var búinn að útbúa gróðurhús í einu herberginu til kannabisræktunar.

Innlent
Fréttamynd

Mús „rændi“ hraðbanka

Mús japlaði á sem svarar hundruðum þúsunda íslenskra króna, eftir að hafa skriðið inn í hraðbanka í Eistlandi. Dýrið fannst eftir að viðskiptavinur kvartaði út af músarétnum peningaseðlum í útihraðbanka í höfuðborginni Tallin. Bankaöryggisdeild rannsakar nú hvernig músinni tókst að komast inn í vélina.

Innlent
Fréttamynd

Lagasetning til varnar lögreglumönnum við störf

Embætti ríkislögreglustjóra fagnar breytingu á lögum um refsingu fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf. Með lagasetningunni verður einnig refsivert að aftra lögreglu frá því að gegna skyldustörfum. Slík brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi. Sex ára fangelsisdómur var áður hámark refsingar fyrir brot gegn opinberum starfsmönnum sem hafa heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Hámarkið hækkar nú í átta ár.

Innlent
Fréttamynd

Mönnum bjargað af bílþaki

Tveir karlmenn sátu kaldir og hraktir á þaki jeppabifreiðar sem sökk niður í krapa á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns í hádeginu í dag. Þeim var bjargað eftir klukkustund en höfðu náð að komast þurrir upp á þak bifreiðarinnar. Björgunarsveitin Ingunn kom á staðinn skömmu eftir að mennirni hringdu á hjálp og sendi eftir sérhæfðum björgunarbátaflokki sveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Loftárás bætir við fleiri óvissuþáttum

Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu.

Erlent