Viðskipti erlent

Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn

Ljósmyndarar kepptust við að taka myndir af fyrsta kínverska sportbílnum undir merkjum M5.
Ljósmyndarar kepptust við að taka myndir af fyrsta kínverska sportbílnum undir merkjum M5. Mynd/AFP

Kínverjar hafa sett á markað tvær gerðir sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn," líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins.

Nanjing Automobile gerir ráð fyrir því að framleiða um 200.000 bíla sportbíla af þessari gera á hverju árinu og hefur í bígerð að markaðssetja þá um allan heim.

Bílarnir kosta um 180.000 til 400.000 júana, jafnvirði rúmlega 1,5 til 3,4 milljóna íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×