Fréttir

Fréttamynd

Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla

Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í fjögur prósent. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir á evrusvæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfi ári síðan og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa skoðar álver á Grænlandi

Norska ál- og olíufyrirtækið Norsk Hydro staðfesti í dag að það hefði hætt við áform um að byggja álver á Vestur-Grænlandi. Viðræður hafa staðið yfir frá byrjun árs en heimastjórn Grænlands ákvað hins vegar að hefja viðræður við bandaríska álrisann Alcoa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Síldarvinnslunni

Aðalsteinn Helgason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf á Neskaupsstað. og í stað hans hefur Gunnþór Ingvason verið ráðinn til starfa. Þá hefur Jóhannes Pálsson sömuleiðis verið ráðinn framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Síldarvinnslunnar. Hann mun jafnframt hafa umsjón með markaðs, sölumálum og vinnslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið það viðkvæmasta í heimi

Íslenska hagkerfið er viðkvæmt og það líklegasta af 25 nýmörkuðum til að verða fyrir skakkaföllum vegna slæmra ytri skilyrða. Hagkerfi Ísraels, Kólumbíu, Chile og Argentínu standa hins vegar á traustum grunni. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers sem ísraelska dagblaðið Haretz birti í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á hærri stýrivöxtum á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn segir miklar líkur á að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta að loknum fundi bankastjórnarinnar í dag til að sporna gegn aukinni verðbólgu á svæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,0 prósent og hafa aldrei verið hærri. Gengi hlutabréfa lækkaði á evrópsku hlutabréfamörkuðum í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan sexfaldast á öldinni

Þeir sem hafa átt og fjárfest í hlutabréfum á undanförum árum getað ekki kvartað yfir árangrinum. Frá ársbyrjun 2001 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 519 prósent. Á rúmum tveimur árum hefur vísitalan skilað um eitt hundrað prósenta ávöxtun og yfir fimmtíu prósenta ávöxtun frá því í byrjun ágúst á síðasta ári þegar vísitalan fór í lægsta punkt eftir umrótið á innlendum fjármálamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar áberandi í Stokkhólmi

Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins.

Erlent
Fréttamynd

Börnin í sérstökum forgangi

Foreldrar eru hvattir til að hafa börnin í sérstökum forgangi í sumar svo forða megi þeim frá böli víns og vímuefna. Auglýsingaherferð SAMAN hópsins þess efnis var kynnt í dag. Heilbrigðisráðherra segir samvinnu einu leiðina í forvarnarstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um bráðnun

Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar.

Erlent
Fréttamynd

Breytingar hjá Marel

Í kjölfar samþættingar hjá Marel hf. hefur stjórn félagsins ákveðið að rekstur fyrirtækisins hér á landi verði skilinn frá móðurfélaginu, Marel hf. og um hann stofnað nýtt dótturfélag, Marel ehf. Samhliða þessu verður nafni móðurfélagsins breytt úr Marel hf. í Marel Food Systems hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OMX mælir með tilboði Nasdaq

Stjórn OMX mælir með því við hluthafa í kauphallarsamstæðunni að þeir samþykki yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Tilboðið var lagt fram undir lok maí og hljóðar upp á 3,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 227,9 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Ryanair jókst umfram væntingar

Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, hagnaðist um 401,4 milljónir evra, jafnvirði 34,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda mars á þessu ári. Þetta er 33 prósenta aukning á milli ára.Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, gagnrýndi bresk stjórnvöld hins vegar harðlega vegna hárra stýrivaxta sem hafi komið harkalega við flugfélagið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn spáir 0,5 prósenta hagvexti

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur á árinu verði 0,5 prósent en gerir ráð fyrir að hann muni glæðast á næsta ári þrátt fyrir minnkandi sjávarafla. Upp á móti samdrættinum vega stóriðjuframkvæmdir og vaxandi álútflutningur, sem muni skila sér í 2,5 til 3,0 prósenta hagvexti á árunum 2008 til 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hristu kínverska hrunið af sér

Bandarísku hlutabréfavísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor's 500 hristu af sér lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum í kjölfar hruns á kínverska hlutabréfamarkaðnum og fór í methæðir við lokun markaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líffæragjafi nema annað sé tekið fram

Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að ákært verði

Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga.

Erlent
Fréttamynd

Miðar á Evrópu verði ekki hætt við

Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega.

Erlent
Fréttamynd

Nýskráningum bíla fækkar

Nýskráningar bíla fá yrsta fjórðungi þessa árs fækkaði frá sama tíma í fyrra. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er fjöldinn hins vegar svipaður. Þá jukust nýskráningar um 66 prósent í maí. Greiningardeild Landsbankans segir að um árstíðabundna aukningu að ræða auk þess sem gera megi ráð fyrir því að hækkun á gengi krónunnar hafi töluverð áhrif.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð sveiflaðist í dag

Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hótar hefndaraðgerðum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega.

Erlent
Fréttamynd

Kínastjórn kælir markaðinn á ný

Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina

Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja fara í mál á Íslandi

Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Fimm Danir í haldi sjóræningja

Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu.

Erlent
Fréttamynd

70 ára afmæli Icelandair

Icelandair Group heldur upp á sjötíu ára afmæli félagsins nú í hádeginu í nýju stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli. Saga félagsins hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir á metamfetamíni

Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Kannað með kæru á Íslandi

Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner.

Erlent
Fréttamynd

Bandarísk efnahagslíf að jafna sig

Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu.

Viðskipti erlent