Mikilvægt að átta sig á snjóflóðahættu Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega. 17.2.2022 21:42
Þriggja mánaða fangelsi eftir tálbeituaðgerð: Taldi sig hafa verið að tala við fjórtán ára stúlku Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa verið í samskiptum við einstakling á vefsíðunni Einkamál, sem hann hélt að væri fjórtán ára stúlka. Maðurinn sendi meðal annars mynd af getnaðarlim sínum og fór á fund einstaklingsins, sem hann hélt að væri unga stúlkan. 17.2.2022 20:44
Umfangsmikil sérsveitaraðgerð á Flyðrugranda Lögregla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra var með talsverðan viðbúnað á Flyðrugranda í Reykjavík nú á sjöundu stundu í kvöld. Útkallið varðaði mögulegan vopnaburð en reyndist ekki á rökum reist. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir viðbúnaðinn hafa verið töluverðan. 17.2.2022 19:23
Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn. 17.2.2022 19:07
Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17.2.2022 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Suðurnesjafólk er langþreytt á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kallar hana öllum illum nöfnum. Þau segja læknana gefa sér lítinn tíma í að skoða vandamál þeirra og rangar greiningar á alvarlegum kvillum allt of algengar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.2.2022 18:02
Hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði Forsætisráðherra hefur nú skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Starfshópnum ber að kynna tillögur að aðgerðum á markaðinum fyrir þann 30. apríl næstkomandi. 17.2.2022 17:19
Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. 16.2.2022 23:11
Leggjaköngulóin nýr landnemi hér á landi Leggjaköngulóin virðist hafa sest að hér á landi en tegundin er algeng i nágrannalöndum okkar. Hún bítur - en ekki fast - og er talin skaðlaus mönnum. 16.2.2022 23:10
Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. 16.2.2022 22:39