Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 22:39 Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í gær og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn. Björgunarfélag Hornafjarðar Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni. Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni.
Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17