Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 19:07 Methafinn LL-CO og makinn sameinuð við óðalsvarnir. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn. Tjaldurinn sló eigið met frá því í fyrra en þá kom hinn umræddi fugl hingað til lands þann 18. febrúar, tveimur dögum síðar en nú. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hefur fylgst með fuglinum en tjaldarnir eru merktir með sérstökum lithringjum auk áletrunar. Í færslu á Facebook segir rannsóknasetrið að þeim sé ekki kunnugt um að íslenskur landfugl sem dvalist hafi erlendis yfir vetur hafi sést svo snemma hér á landi. Hitti makann aftur Böðvar Þórisson verkefnastjóri hjá rannsóknasetrinu segir óvenjulegt að íslenskir landfuglar sem dvalist hafa erlendis að vetrarlagi láti sjá sig svo snemma árs. Um þriðjungur tjaldstofnsins hefur vetursetu hér á landi en hinir fuglarnir fljúga út til Bretlands. Fuglinn ber skráningarheitið LL-CO og hefur rannsóknasetrið fylgst með honum undanfarið. „Makinn er með vetursetu á Íslandi, við vitum það, hann er merktur líka. Hann er að þvælast þarna nálægt óðalinu og niður í Grunnafjörð en hin er á Ermarsundseyjum. Báðir fuglarnir eru merktir þannig að við þekkjum þá.“ Kemur hann og hittir maka sinn þá aftur? „Já, ég sá makann á óðalinu 3. febrúar. Hann hafði verið í Grunnafirði tveimur dögum áður,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann að vel geti verið að makinn hafi beðið eftir methafanum. Óvíst hvað valdi Böðvar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna tjaldurinn hafi verið svona snemma á ferðinni þetta árið. Margt geti spilað inn í en tíminn verði að leiða í ljós hvort að um einhverja sérstaka þróun sé að ræða. „Við höfum verið að sjá fugla sem við vitum að eru erlendis koma svona mánaðamótin febrúar eða mars. Svo eru þeir að koma í mars og við vitum að sumir fuglar eru enn þá erlendis seinni partinn í mars,“ segir Böðvar og býst við því að fyrsta bylgja farfuglanna komi nú um mánaðamótin. Fuglar Dýr Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Tjaldurinn sló eigið met frá því í fyrra en þá kom hinn umræddi fugl hingað til lands þann 18. febrúar, tveimur dögum síðar en nú. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hefur fylgst með fuglinum en tjaldarnir eru merktir með sérstökum lithringjum auk áletrunar. Í færslu á Facebook segir rannsóknasetrið að þeim sé ekki kunnugt um að íslenskur landfugl sem dvalist hafi erlendis yfir vetur hafi sést svo snemma hér á landi. Hitti makann aftur Böðvar Þórisson verkefnastjóri hjá rannsóknasetrinu segir óvenjulegt að íslenskir landfuglar sem dvalist hafa erlendis að vetrarlagi láti sjá sig svo snemma árs. Um þriðjungur tjaldstofnsins hefur vetursetu hér á landi en hinir fuglarnir fljúga út til Bretlands. Fuglinn ber skráningarheitið LL-CO og hefur rannsóknasetrið fylgst með honum undanfarið. „Makinn er með vetursetu á Íslandi, við vitum það, hann er merktur líka. Hann er að þvælast þarna nálægt óðalinu og niður í Grunnafjörð en hin er á Ermarsundseyjum. Báðir fuglarnir eru merktir þannig að við þekkjum þá.“ Kemur hann og hittir maka sinn þá aftur? „Já, ég sá makann á óðalinu 3. febrúar. Hann hafði verið í Grunnafirði tveimur dögum áður,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann að vel geti verið að makinn hafi beðið eftir methafanum. Óvíst hvað valdi Böðvar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna tjaldurinn hafi verið svona snemma á ferðinni þetta árið. Margt geti spilað inn í en tíminn verði að leiða í ljós hvort að um einhverja sérstaka þróun sé að ræða. „Við höfum verið að sjá fugla sem við vitum að eru erlendis koma svona mánaðamótin febrúar eða mars. Svo eru þeir að koma í mars og við vitum að sumir fuglar eru enn þá erlendis seinni partinn í mars,“ segir Böðvar og býst við því að fyrsta bylgja farfuglanna komi nú um mánaðamótin.
Fuglar Dýr Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira