Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir segir fréttir klukkan 18.30.
Erla Björg Gunnarsdóttir segir fréttir klukkan 18.30.

Suðurnesjafólk er langþreytt á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kallar hana öllum illum nöfnum. Þau segja læknana gefa sér lítinn tíma í að skoða vandamál þeirra og rangar greiningar á alvarlegum kvillum allt of algengar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mjög illa gengur að manna komandi helgarvakt á Landspítala vegna veikinda starfsfólks. Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna hafa smitast af kórónuveirunni síðustu tvo mánuði. Flest smitanna hafa komið upp meðal hjúkrunarfræðinga og á bráðamóttöku. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann farsóttarnefndar spítalans í beinni útsendingu.

Her ruðningstækja kappkostar að hreinsa eitt þúsund og tvö hrundruð kílómetra langt gatnakerfi borgarinnar og um 600 kílómetra af stígum. Í kvöldfréttum hittum við unga drengi í Hlíðunum sem bjóða fólki að moka bílastæði og innkeyrslur auk þess sem við verðum í beinni útsendingu frá Esjunni þar sem varað er við snjóflóðahættu vegna fannfergis síðustu daga.

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra nýjasta flugfélags landsins, spáum í mögulegar breytingar í brúnni hjá Samfylkingunni og kynnum okkur fyrsta útboðið sem nú er hafið á grundvelli nýrra laga um einkafjármögnun í vegagerð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×