Syngja fyrir Úkraínu Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið. 2.3.2022 21:39
Glæný flugvél bætist í flota Play Flugfélagið PLAY hefur fengið glænýja Airbus A320neo flugvél afhenta. Vélin kemur beint úr verksmiðju flugvélaframleiðandans í Frakklandi og sú fyrsta af þessari tegund í flota flugfélagsins. 2.3.2022 19:49
Vill að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu Björn Steinbekk, drónaflugmaður og markaðsmaður, segir að áhrifavaldar eigi að fá sömu ívilnanir og kvikmyndaiðnaðurinn. Hann hefur þegar borið upp erindið við Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. 2.3.2022 19:29
Landsbankinn varar við sannfærandi svikapóstum Landsbankinn varar við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni bankans. Póstarnir innihalda hlekk á innskráningarsíðu sem virðist vera netbanki Landsbankans en með innskráningunni komast óprúttnir aðilar yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavina. 2.3.2022 18:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Minnst tvö þúsund almennir borgarar hafa fallið í árásunum. 2.3.2022 18:00
Einkaþjálfari innbyrti ígildi tvö hundruð kaffibolla og lést Velskur einkaþjálfari, sem hugðist blanda sér drykk með koffíndufti, ruglaðist á mælieiningum og innbyrti skammt sem jafngildir koffínmagni í tvö hundruð kaffibollum. Maðurinn lést úr koffíneitrun rúmum hálftíma síðar. 2.3.2022 17:45
Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1.3.2022 23:30
Jón Gnarr segist hafa verið innblástur fyrir feril Selenskí Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segist hafa verið innblástur fyrir pólitískan feril Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Jón heimsótti Kænugarð í Úkraínu árið 2019 og er enn í einhverju sambandi við forsetann. 1.3.2022 22:30
Vínbúðin tekur rússneskan vodka úr sölu Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið. 1.3.2022 21:26
Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1.3.2022 20:51