Engin bótaskylda eftir blóðugt slys í hjólreiðakeppni Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt. 1.3.2022 20:36
„Þetta er uppáhaldsdagurinn minn“ Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori. 1.3.2022 20:01
Útilokar ekki að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Fjármálaráðherra segir ekki útilokað að íslensk stjórnvöld muni slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Minni þolinmæði sé fyrir rússneskum kafbátum og herþotum sem reglulega rjúfi lofthelgi Íslands en algjört slit stjórnmálasambands yrði þó líklega síðasta úrræði sem stjórnvöld gripu til. 26.2.2022 09:19
Magnaðar myndir af óveðrinu síðastliðna viku Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. 26.2.2022 07:01
Opið án takmarkana í fyrsta sinn frá opnun Rekstrarstjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjálæðinga fyrir að hafa opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. Í kvöld verður galopið og nú í fyrsta skipti án samkomutakmarkana. 25.2.2022 21:25
Ásgeir leiðir lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Endanlegur listi var samþykktur af fulltrúaráði flokksins í dag. 25.2.2022 19:45
Mikilvægt að undirbúa móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir mikilvægt að undirbúa mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flóttamannanefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins. 25.2.2022 18:17
Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17.2.2022 23:40
„Það eru stóru fyrirtækin sem ráða för“ Formaður Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka smærri fyrirtækja, segir mikilvægast við kjarasamninga að atvinnurekendur og launþegar skilji þá. Breyta verði nálgun við gerð kjarsamninga enda bera smærri fyrirtæki hlutfallslega hærri byrði en þau sem stærri eru. 17.2.2022 23:06
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17.2.2022 22:10