Sló til lögreglu sem reyndi að skerast í leikinn Lögregla stöðvaði átök tveggja manna í miðborginni í gær. Annar þeirra var ósáttur með afskiptin og sló til lögreglumanns á vettvangi. Hann fékk að gista í fangageymslu í nótt. 2.4.2023 08:29
Love Island, kynlífstæki og pósthross Margir hlupu eflaust apríl í gær. Fjöldi fyrirtækja tók þátt í þessari alþjóðlegu hefð; Elko sagðist ætla að opna nýja verslun á Tenerife, Krónan auglýsti grænmetisfyllt páskaegg, Pósturinn boðaði umhverfisvæna aðgerð með dreifingu pósts á hestbaki, ný göng undir Selfoss áttu að verða að veruleika og svo lengi mætti telja. 2.4.2023 07:58
Rýmingu aflétt Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt. 1.4.2023 14:52
Raðhús í Garðabæ á 175 milljónir Sex herbergja raðhús á Brúarflöt í Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 236 eru 175 milljónir króna. 1.4.2023 14:39
„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1.4.2023 13:39
Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. 1.4.2023 11:06
Bankar hækka vexti hver á fætur öðrum Landsbankinn hefur breytt vöxtum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Sem dæmi hafa breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækkað um eitt prósent og standa nú í níu prósentum. Arion banki gerði slíkt hið sama í vikunni. 1.4.2023 11:00
Kötturinn fannst heill á húfi eftir snjóflóðið Köttur sem týndist í snjóflóðinu í Neskaupstað í liðinni viku hefur fundist heill á húfi. 1.4.2023 09:38
Fæddi undir berum himni á leið út í sjúkrabíl Nýbökuð móðir fæddi barn sitt undir berum himni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Móður og barni heilsast vel. 1.4.2023 08:32
Trump ekki settur í handjárn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti verður ekki settur í handjárn þegar hann verður leiddur fyrir ákærudómstól í New York í vikunni. Viðbúnaður verður mikill og gert er ráð fyrir því að tugir leynilögreglumanna taki á móti Trump. 1.4.2023 07:59