Ungmenni sem hrelldu íbúa á bak og burt Lögreglu barst tilkynning um ungmenni sem áttu að hafa verið að hrella íbúa í Mosfellsbæ í nótt með því að banka á glugga og hurðar og taka í hurðarhúna. Ungmennin voru hvergi sjáanleg þegar lögregla mætti á vettvang. 1.4.2023 07:35
Samningar náðust milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í nótt Samninganefnd Eflingar og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning seint í nótt. Samningurinn kveður meðal annars á um grunnlaunahækkanir upp á tæp níu prósent. Efling telur samninginn ásættanlegan. 1.4.2023 07:11
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31.3.2023 16:44
Edda Falak dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins Edda Falak hefur verið dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins fyrir að hafa spilað tiltekið hljóðbrot í þættinum Eigin konur. Viðmælandi þáttarins sagðist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu móður og spilaði hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna. 31.3.2023 15:59
Þrír látnir eftir snjóflóð í Noregi Þrír eru látnir eftir tvö aðskilin snjóflóð í norðurhluta Noregs. Þrjú stærri snjóflóð féllu í landshlutanum í dag. 31.3.2023 15:31
Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. 31.3.2023 14:49
Grunlaus fórnarlömb sökuð um vörslur barnakláms í nafni ríkislögreglustjóra Hugmyndaauðgi svikahrappa er hvergi nærri uppurið. Í nýju svindli senda netþrjótar svikapósta á grunlaus fórnarlömb þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er titluð sem sendandi og skilaboðin merkt lögreglunni, Europol og dómsmálaráðuneytinu. 31.3.2023 14:40
Hlutabréfaverð rýkur upp eftir ráðninguna Hlutabréfaverð í Regin hefur hækkað um 5,69 prósent það sem af er degi. Greint var frá því í gærkvöldi að Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, tæki við sem forstjóri Regins í sumar. 31.3.2023 13:30
Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld „Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 26.3.2023 16:49
Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26.3.2023 16:30