Innlent

Rýmingu af­létt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Veðurstofa hefur í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefið út kynningarbæklinga um ástandið í hverjum bæ fyrir sig.
Veðurstofa hefur í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefið út kynningarbæklinga um ástandið í hverjum bæ fyrir sig. Stöð 2/Sigurjón

Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt.

Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og hlýnað hefur í veðri. Vonir standa til að hægt verði að aflétta rýmingu í landshlutanum öllum fljótlega. 

Björgunarsveitarmenn hvaðanæva að halda heim á leið í dag. Björgunarmenn stukku til í vikunni og komu meðal annars frá Höfn, Hellu, Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Grindavík og úr Skagafirði til að aðstoða. Flestir munu yfirgefa Egilsstaði með flugi klukkan 16.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að veðurspá væri hagstæð. Stytta ætti upp eftir hádegi.

„Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga. Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×