Sparkaði í bíla og var handtekinn Eins og oft áður var nóg um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki og annað innbrot í nýbyggingu. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa sparkað í bifreiðar í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 3.4.2023 19:16
Tafir á umferð vegna bílslyss Nokkrar tafir hafa orðið á umferð á Kringlumýrarbraut vegna bílslyss við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. 3.4.2023 17:12
Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. 2.4.2023 14:53
Rússneskir hermenn illa þjakaðir af áfengisneyslu Fjölmörg slys meðal rússneskra hermanna, þar með talið dauðsföll, má rekja til óhóflegrar áfengisneyslu að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. 2.4.2023 13:59
Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. 2.4.2023 13:19
Hádegisfréttir Bylgjunnar Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2.4.2023 11:59
Sindri er kokkur ársins Sindri Guðbrandur Sigurðsson er kokkur ársins 2023. Sindri hreppti titilinn í gær eftir mjög sterka keppni. 2.4.2023 11:25
Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2.4.2023 10:43
Sextán skipverja danska skipsins saknað eftir sjóránið Sextán er enn saknað eftir sjórán á danska olíuskipinu Monjasa Reformer undan ströndum Kongó fyrir viku síðan. Skipið fannst á föstudag. 2.4.2023 09:58
Sprengisandur: Fjölmiðlar, fjármálaáætlun, háskólamál og loftslagsváin Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur verður á sínum stað í dag, á Bylgjunni frá klukkan 10:00 til 12:00. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti að venju og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu. 2.4.2023 09:45