Vopnaðir lögreglumenn á götum borgarinnar vegna fundarins Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað. 4.4.2023 20:46
Stjórinn: Dustar rykið af takkaskónum Óli Jóels, annar stjóranna, ætlar að dusta rykið af takkaskónum og keyra Grimsby í gegnum annað tímabil hjá fiskiborginni frægu í kvöld. 4.4.2023 20:30
Bílslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að ökumaður hafi keyrt út af nálægt Kúagerði. Ekki hafi verið um að ræða árekstur. 4.4.2023 20:18
Dæmdur fyrir að hafa káfað á ólögráða kærustu frænda síns Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa káfað á þáverandi kærustu frænda síns. Manninum ber að greiða 500 þúsund í miskabætur og rúmar 2,2 milljónir í sakarkostnað. 4.4.2023 18:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4.4.2023 18:00
Hermann nýr ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu Hermann Sæmundsson stjórnmálafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu. Hermann tekur við embættinu 1. maí þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum. Fjórir sóttu um starfið. 4.4.2023 17:25
Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. 3.4.2023 23:17
Lokunin augljóst merki um mismunun Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. 3.4.2023 22:04
Kettir og álfar snúa bökum saman Kettir og álfar snúa bökum saman í GameTíví í kvöld. Í tilefni af níu ára afmæli Elder Scrolls Online ætla strákarnir að rifja upp gamla takta í leiknum góða. 3.4.2023 20:30
Lögmannafélagið áminnir lögmann vegna meintra lyga laganema Lögmannafélag Íslands hefur áminnt lögmann vegna starfsmanns lögmannsins, sem var laganemi, og talinn var hafa siglt undir fölsku flaggi. Laganeminn kvaðst vera að vinna að verkefni í refsirétti og bað rannsóknarstofu Háskóla Íslands, í lyfja- og eiturefnafræði, um aðstoð í tengslum við verkefnið. Svar rannsóknarstofunnar var lagt fram sem sönnunargagn í sakamáli lögmannsins degi síðar. 3.4.2023 20:00