Berlin yfirgefur bensínstöðina Reiðhjólaverslunin Berlin flutti í nýtt húsnæði í dag, af bensínstöðinni við Háaleitisbraut inn í Miðbæ á sömu götu, Háaleitisbraut 58-60. Eigendur eru spenntir fyrir nýrri staðsetningu, sem þó sé rétt hjá. 9.9.2023 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttast er að tala látinna eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Marokkó hækki svo um munar næstu daga. Yfir þúsund eru látnir og minnst tólf hundruð slasaðir. Íslendingur í Marrakesh segist hafa verið hræddur um að hótel hans hryndi þegar skjálftinn reið yfir. 9.9.2023 18:05
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9.9.2023 17:34
Mjög öflugur jarðskjálfti reið yfir í Marokkó Jarðskjálfti 6,8 að stærð reið yfir í Marokkó í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín á 18,5 kílómetra dýpi, í um 56 kílómetra vestur af Oukaimeden. Skjálftinn fannst vel í Marrakesh. 8.9.2023 23:51
Konan er fundin Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er komin í leitirnar. Lögregla þakkar fyrir veitta aðstoð. 8.9.2023 22:57
„Óásættanlegir og óviðeigandi“ minnispunktar kennara fóru í dreifingu Myndir af minnispunktum í dagbók kennara í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Punktarnir innihéldu meðal annars persónuupplýsingar um háttalag tiltekinna nemenda. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ líta atvikið mjög alvarlegum augum. 8.9.2023 22:24
Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8.9.2023 21:47
Lýst eftir Alfreð Erling Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erling Þórðarsyni, 45 ára gömlum karlmanni. Alfreð er skolhærður með sítt að aftan og um 176 sentimetrar á hæð. 8.9.2023 20:30
Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 8.9.2023 20:03
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8.9.2023 18:35