Eftirlýstur hælisleitandi handtekinn með tvær milljónir í reiðufé Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 20:03 Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í mánuðinum reyndist eftirlýstur hælisleitandi. Við leit á manninum fundust tvær milljónir króna í reiðufé. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn aðfararnótt sunnudagsins 3. september síðastliðinn og eins og fyrr segir fannst mikið magn reiðufjár: í evrum, dollurum og íslenskum krónum. Auk reiðufjárins fannst lítið magn af ætluðum kannabisefnum. Í ljós kom að maðurinn hafði verið eftirlýstur af stoðdeild ríkislögreglustjóra um nokkra hríð. Maðurinn kom hingað til lands í júní í fyrra en Útlendingastofnun synjaði beiðni um alþjóðlega vernd í október sama ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð í desember og bar honum því að víkja af landi brott í janúar á þessu ári. Það gerði maðurinn ekki. Þegar að maðurinn hafði verið handtekinn óskaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum eftir því að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli laga um útlendinga, til að hægt væri að vísa honum sannanlega úr landi. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi fullnaðarákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun. Þegar vísa átti manninum úr landi fyrr á þessu ári lét hann ekki ná til sín, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn hafi hvorki farið að fyrirmælum yfirvalda né sýnt samstarfsvilja vegna brottvísunarinnar. Því væri talin hætta á því að hnan reyndi að koma sér undan brottflutningi úr landi. Héraðsdómari féllst því á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra, sem Landsréttur hefur nú staðfest. Maðurinn mun því þurfa að sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. september klukkan 16.00.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira