Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 21:47 Eftirlit hefur verið hert verulega um allt land. MET/AP Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. Maðurinn heitir Daniel Abed Khalife og er 21 árs. Hann var handtekinn þegar hann gegndi herþjónustu, sakaður um að hafa komið gervisprengjum fyrir á herstöð sinni í janúar á þessu ári. Khalife er einnig grunaður um landráð, með því hafa reynt að njósna fyrir annað ríki, sem talið er vera Íran. Khalife var að sinna eldhússtörfum í fangelsinu þegar hann er talinn hafa sloppið út. Hann á að hafa bundið sig undir sendiferðarbíl og sloppið þannig í gegnum varnir fangelsisins. Lögregla telur sig nú hafa fundið vitni, sem kveðst hafa séð Khalife koma undan sendiferðarbílnum, á Trinity Road. Hann er talinn hafa farið fótgangandi að Wandsworth verslunarmiðstöðinni í Lundúnum. Eins og fyrr segir stendur mikil leit yfir. 150 lögregluþjónar hafa tekið þátt í leitinni og umfangsmesta leitin hefur farið fram í Lundúnum. Lögreglan útilokar þó ekki að Khalife hafi komist út úr borginni og kannar því alla möguleika. „Ég vil að almenningur viti að lögreglumenn vinni að baki brotnu við að ná strokufanganum. Þetta er gríðarstórt aðgerð og við munum finna hann,“ sagði Dominic Murphy sem leiðir lögregluaðgerðirnar við Breska ríkisútvarpið. Hann hvatti Khalife sömuleiðis til að stíga fram. Almenningur hefur verið duglegur að hjálpa til við leitina og allir sem kunna að hafa séð Khalife eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Khalife er ekki talinn hættulegur en fólk er beðið um að nálgast hann ekki. Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Maðurinn heitir Daniel Abed Khalife og er 21 árs. Hann var handtekinn þegar hann gegndi herþjónustu, sakaður um að hafa komið gervisprengjum fyrir á herstöð sinni í janúar á þessu ári. Khalife er einnig grunaður um landráð, með því hafa reynt að njósna fyrir annað ríki, sem talið er vera Íran. Khalife var að sinna eldhússtörfum í fangelsinu þegar hann er talinn hafa sloppið út. Hann á að hafa bundið sig undir sendiferðarbíl og sloppið þannig í gegnum varnir fangelsisins. Lögregla telur sig nú hafa fundið vitni, sem kveðst hafa séð Khalife koma undan sendiferðarbílnum, á Trinity Road. Hann er talinn hafa farið fótgangandi að Wandsworth verslunarmiðstöðinni í Lundúnum. Eins og fyrr segir stendur mikil leit yfir. 150 lögregluþjónar hafa tekið þátt í leitinni og umfangsmesta leitin hefur farið fram í Lundúnum. Lögreglan útilokar þó ekki að Khalife hafi komist út úr borginni og kannar því alla möguleika. „Ég vil að almenningur viti að lögreglumenn vinni að baki brotnu við að ná strokufanganum. Þetta er gríðarstórt aðgerð og við munum finna hann,“ sagði Dominic Murphy sem leiðir lögregluaðgerðirnar við Breska ríkisútvarpið. Hann hvatti Khalife sömuleiðis til að stíga fram. Almenningur hefur verið duglegur að hjálpa til við leitina og allir sem kunna að hafa séð Khalife eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Khalife er ekki talinn hættulegur en fólk er beðið um að nálgast hann ekki.
Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40