„Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín“ „Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi. 5.11.2023 15:32
Einstakur demantur gæti selst á sjö milljarða Ótrúlega sjaldgæfur demantur gæti selst fyrir fimmtíu milljónir bandaríkjadala, eða tæpa sjö milljarða króna, á uppboði í Genf í Sviss á þriðjudag. 5.11.2023 13:03
Landris heldur áfram Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. 5.11.2023 10:58
Sprengisandur: Gasa, laxeldi, verkalýðshreyfingar og jarðhræringar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 5.11.2023 09:45
Moldrok eða sandfok í kortunum Líkur eru á moldroki eða sandfoki sunnan- og suðvestanlands í dag enda hefur rignt lítið í landshlutunum undanfarið. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, víða allhvassri, en hvassviðri eða stormi norðvestantil. 5.11.2023 08:15
Flugvöllurinn í Hamborg enn lokaður vegna gíslatöku Flugvöllurinn í Hamborg er enn lokaður vegna gíslatöku manns sem keyrði vopnaður byssu inn á völlinn í gærkvöld og skaut tveimur skotum upp í loft. Hann er talinn hafa rænt eigin barni í tengslum við forræðisdeilu. 5.11.2023 07:47
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála Lögreglu barst tilkynning um mann sem reyndi ítrekað að stofna til slagsmála rétt fyrir klukkan hálf fimm í morgun. Hann var handtekinn á vettvangi og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt en látinn laus að því loknu. 5.11.2023 07:28
Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5.11.2023 07:17
Flugvellinum í Hamborg lokað: Keyrði vopnaður inn á flugvöll og skaut Flugvellinum í Hamborg var lokað í kvöld eftir að maður keyrði inn á völlinn vopnaður byssu og skaut tvívegis upp í loft. Hann er talinn hafa haft í hyggju að ræna eigin börnum. 4.11.2023 22:59
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4.11.2023 22:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent