Verið er að yfirfara frekari stærðir jarðskjálfta og búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í dag. Tilkynningar hafa borist um að fólk hafi fundið fyrir skjálftum alla leið upp á Akranesi.
Yfir 15.500 skjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst 25. október við Þorbjörn. Stærsti skjálftinn mældist 4,5 að stærð.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna hrinunnar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu.
