Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sögu­frægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir

Við Lækjargötu í Hafnarfirði stendur hið glæsilega einbýlishús Þórsmörk. Húsið er 259 fermetrar að stærð á þremur hæðum og byggt árið 1927. Ásett verð er 199 milljónir króna.

Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi

Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. 

Ilmandi jóla­glögg að hætti Jönu

Jólavertíðin nálgast og eru margir þegar komnir í hátíðarskap. Heilsukokkurinn Jana Steingríms deilir hér uppskrift að ilmandi og hollu jólaglöggi sem er tilvalið að bjóða upp á aðventunni.

Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettis­götu

Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna.

Tók á móti dóttur sinni á bíla­planinu: „Allt er gott sem endar vel‘“

Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ

Útvarpskonan Kristín Ruth Jónsdóttir og Arnar Snær Pétursson, vöruhússtjóri flugfrakta hjá Icelandair, eru sjóðheitt par og hefur ástin blómstrað á milli þeirra síðastliðna mánuði.

Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“

Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í liðinni viku og jólaandinn virðist vera farinn að svífa yfir vötnum. Konungleg heimsókn forsetans til London, skvísuferð til Parísar og jólastemning einkenndi liðna viku sem var bæði hátíðleg og viðburðarík. 

Hrátt og sjarmerandi ein­býlis­hús listapars í Höfnum

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Sjá meira