Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skein jafn skært og demantshringurinn í Fen­eyjum

Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega.

„Guð og karl­menn elska mig“

Hinn 23 ára, Aaron Angelo Labajo Soriano er uppalinn í Filipseyjum en hefur búið hérlendis síðastliðin fjögur ár. Hann starfar á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu og lýsir sjálfum sér sem sjálfsöruggum, áreiðanlegum fullkomnunarsinna sem þykir fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í góðum félagsskap, versla og ferðast til framandi staða.

Dúndurgóður hverdsdagsréttur

Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta.

Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan heitir Valdís Ýr. Þetta tilkynna þau í einlægri færslu á Instagram.

Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis

Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa fest kaup á 179 fermetra íbúð ásamt bílskúr við Hvassaleiti í Reykjavík. Kaupverðið nam 96 milljónum króna.

Stjörnulífið: „Hóg­værasti maður á jörðinni“

Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi.

„Tárast yfir­leitt einu sinni á dag“

„Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn,“ segir Eyfirðingurinn og tónlistakonan Kristún Jóhannesdóttir, eða Kris. Hún er nýlega flutt heim frá New York þar sem hún lagði stund á söng og leiklist við The American Musical and Dramatic Academy. 

Flottar flíkur og fylgi­hlutir fyrir haustið

Rútínan er byrjuð að rúlla og haustið er handan við hornið. Nú er tíminn til að kíkja í fataskápinn og draga fram klassísku haustflíkurnar. Árstíðin er í uppáhaldi hjá mörgum tískuunnendum þar sem lagskiptur fatnaður, djúpir jarðlitir, stígvél og fylgihlutir eru í fyrirrúmi.

Ind­versk pizza að hætti Rakelar Maríu

Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Sjá meira