Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4.3.2020 18:45
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3.3.2020 19:03
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3.3.2020 19:00
Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 2.3.2020 20:15
Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. 2.3.2020 20:00
Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni. 28.2.2020 11:57
Fólk verði áfram í útlöndum finni það fyrir einkennum Sóttvarnarlæknir bætti í dag við fleiri löndum á áhættulista vegna kórónuveirunnar og fleiri þurfa því að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Þeir sem finna fyrir einkennum og eru enn í útlöndum eru beðnir um að fresta heimkomu. 26.2.2020 19:00
Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22.2.2020 14:16
Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu. 19.2.2020 20:15
Látið reyna á málsmeðferð flóttafólks Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. 9.2.2020 20:00