Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. 6.5.2024 18:52
Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan korter í sex í dag. Hann mældist 3,3 að stærð. 6.5.2024 17:44
Ákall frá föður látins fanga og beinagrindur á Bessastöðum Faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hann og formann Afstöðu um aðstæður fanga. 6.5.2024 17:39
Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6.5.2024 17:36
Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5.5.2024 22:41
Stærsti skjálftinn 3,5 að stærð Skjálftahrina ríður nú yfir við Eldey nærri Reykjanesskaga. Sá stærsti mældist 3,5 að stærð um hálfníuleytið fjóra kílómetra vestur af Eldey. 5.5.2024 22:12
Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5.5.2024 21:54
Líklega fundað fram eftir kvöldi Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnubann á fimmtudag. Búist er við að fundurinn standi yfir fram eftir kvöldi. 5.5.2024 20:06
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5.5.2024 19:50
Til vandræða á hóteli og réðst svo á mann við Hlemm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í dag vegna manns sem var til vandræða á hóteli í miðborginni. Maðurinn hafði þá ráðist á aðila á hótelinu. 5.5.2024 18:34