Sonurinn skírður Sonur markaðsstjórans og samfélagsmiðlastjörnunnar Birgittu Lífar Björnsdóttur og sjómannsins Enoks Jónssonar var skírður í dag við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hann fékk nafnið Birnir Boði Enoksson. 5.5.2024 17:34
„Eldgosið virðist í andarslitrunum“ Eldgosið við Sundhnúka virðist nú vera í andarslitrunum, samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. 5.5.2024 00:05
Tuga enn saknað og 55 látnir Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið eftir að hamfararigning reið yfir sunnanvert Rio Grande do Sul-ríki í Brasilíu í vikunni. Hátt í áttatíu manns er enn saknað. 4.5.2024 23:43
Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. 4.5.2024 22:22
Vinskapurinn og gleðin staðið upp úr Kaldi bar fagnar tíu ára afmæli í dag og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Eigandi staðarins segir vinskapurinn standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg. 4.5.2024 21:16
Mörg hundruð manns á opnun kosningamiðstöðvar Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningamiðstöð sinni við Tryggvagötu 21 í dag. Fjöldi fólks lét sjá sig. 4.5.2024 20:41
Tróð upp í Norræna partýinu Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 4.5.2024 19:23
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. 4.5.2024 18:51
Sló til starfsmanns og beit viðskiptavin Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 4.5.2024 17:04
Mikið fjör á opnun kosningaskrifstofu Gnarr Fjöldi fólks lét sjá sig þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningaskrifstofu sinni við Aðalstræti 11 í dag. Boðið var upp á kræsingar og skemmtiatriði í tilefni opnunarinnar. 1.5.2024 23:13