Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefja bólu­setningar við lömunar­veiki á ný

Bólusetningar við lömunarveiki hófust á ný í Norðurhluta Gasa í morgun eftir að seinkun varð á vegna aukinna árása Ísraelshers í október. Stefnt er á að bólusetja á annað hundrað þúsund barna við sjúkdómnum. 

Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara

Margt var um manninn þegar hinn svokallaði J-dagur var haldinn hátíðlega í gærkvöldi. „Snjórinn fellur“ kallast sá viðburður þegar jólabjórinn kemur til byggða 1. nóvember ár hvert. 

Leik­skóla lokað vegna E.coli sýkingar

Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

„Flókin staða“ í kjara­deilum kennara

Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið.

Kennarar ættu að koma sér úr hlut­verki fórnar­lamba

Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 

„Össur Skarp­héðins­son, líttu þér nær“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 

Þau leiða Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur kynnt framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningarnar. Listann leiðir Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG í Skagafirði. Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi er í öðru sæti og Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir í þriðja.

Sjá meira