Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vægast sagt mikilvæga leiki við Norður-Írland, í kvöld og á þriðjudag, í umspili um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það skiptir nefnilega sköpum í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu 2027. 24.10.2025 09:01
Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Damon Jones, fyrrverandi NBA-leikmaður til ellefu ára, er í hópi þeirra 34 manna sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók eftir rannsókn á íþróttaveðmálum og pókerstarfsemi tengdri mafíunni. 24.10.2025 08:32
Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Brann voru skiljanlega í skýjunum í gærkvöld eftir frábæran 3-0 sigur á skoska risanum Rangers. Þeir virtust aldrei ætla að hætta að fagna og þjálfarinn Freyr Alexandersson tók virkan þátt. 24.10.2025 07:30
Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Chelsea-framherjinn Joao Pedro hefur ítrekað valdið eigendum sínum í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar vonbrigðum síðustu vikur. Það er eitthvað sem Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, segir hafa verið fyrirsjáanlegt. 23.10.2025 16:31
Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins í Barcelona og að deila þar markmannsstöðunni með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Í kvöld snýr hann aftur á sinn fyrrum heimavöll í Póllandi. 23.10.2025 14:33
Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í handbolta sýndu í verki, líkt og Íslendingar fyrr á þessu ári, að þær hefðu engan áhuga á að spila handboltaleik við Ísrael á meðan að Ísraelar stunduðu þjóðarmorð á Gaza. 23.10.2025 13:00
Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Eiður Smári Guðjohnsen mætti ásamt sínum gamla liðsfélaga Joe Cole á Stamford Bridge í gærkvöld þar sem þeir störfuðu sem sparkspekingar í beinni útsendingu TNT Sports. 23.10.2025 12:01
„Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ „Ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það er auðvitað búinn að vera draumur að spila í Meistaradeild Evrópu síðan ég var lítill, og að skora er náttúrulega bara annar draumur,“ segir Viktor Bjarki Daðason, yngsti markaskorari Íslands í Meistaradeildinni í fótbolta frá upphafi. 23.10.2025 10:43
Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. 23.10.2025 10:00
Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Guðrún Arnardóttir og Fanney Inga Birkisdóttir þykja líklegastar til að koma til bjargar ef landsliðskonur Íslands í fótbolta myndu enda í eyðimörk. 23.10.2025 09:06