
Helgi Kolviðs aftur í þjálfun
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár.
Íþróttafréttamaður
Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár.
Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir er orðin leikmaður sænska stórveldisins Rosengård. Félagið keypti hana frá Val nú þegar leiktíðin er nýhafi í sænsku úrvalsdeildinni.
Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst.
Carol Cabrino, eiginkona Marquinhos fyrirliða knattspyrnuliðs PSG í Frakklandi, greindi frá því á Instagram í gær að hún hefði misst fóstur.
Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag.
Hverjir vinna deildina? Situr stórveldi Keflavíkur eða KR eftir og missir af úrslitakeppni? Hrynur Grindavík niður í 8. sæti? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir æsispennandi lokakvöld í Bónus-deild karla í körfubolta og Vísir rýnir í þá.
Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera það gott og er nú kominn upp í 38. sæti heimslista áhugamanna sem er langbesta staða sem Íslendingur hefur náð á þeim lista.
Endurtaka þarf leik í úrslitakeppni írska körfuboltans eftir meinleg mistök sem fólust í því að þegar ein karfa var skoruð í fyrsta leikhluta fékk rangt lið tvö stig á stigatöfluna.
Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“.
Skautafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við Dómstól ÍSÍ að ógilda dóminn sem breytti 3-0 sigri liðsins á SA, í Topp-deild karla í íshokkí, í 10-0 tap. Komið hafi í ljós að kæra Fjölnis hafi beinst gegn röngum lögaðila.