Fjölnir nálægt því sem Porto tókst ekki en Valskonur á siglingu Kvenna- og karlalið Vals voru bæði í eldlínunni í kvöld í Olís-deildunum í handbolta. Valskonur unnu Gróttu af öryggi, 38-30, og hafa unnið alla leiki sína til þessa, en karlalið Vals lenti í hremmingum gegn nýliðum Fjölnis í Grafarvogi. 18.10.2024 19:45
Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð. 18.10.2024 19:32
Guðjón og Elliði fögnuðu áfram eftir Íslandsför Eftir sigurinn örugga gegn FH-ingum í Kaplakrika á þriðjudag unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach tveggja marka sigur á Eisenach, 34-32, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. 18.10.2024 19:01
Jón Dagur út í hálfleik en upp um þrjú sæti Eftir flotta frammistöðu með landsliðinu gegn Wales var Jón Dagur Þorsteinsson mættur í slaginn með Herthu Berlín í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Braunschweig í þýsku B-deildinni í fótbolta. 18.10.2024 18:55
Sara öflug og komst áfram í bikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir átti ríkan þátt í 4-1 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádiarabísku bikarkeppninni í fótbolta í dag. 18.10.2024 17:34
Sjáðu höggið og lætin í Kópavogi Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. 18.10.2024 07:02
Dagskráin í dag: Stórleikur og öll lætin gerð upp í Körfuboltakvöldi Það eru tveir flottir leikir á dagskrá í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld og mjög áhugaverð umferð verður svo gerð í Bónus Körfuboltakvöldi að þeim loknum. 18.10.2024 06:03
Börkur hló spurður um framboð: „Talandi um að fara úr öskunni í eldinn“ Börkur Edvardsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Vals, útilokar ekki að snúa sér að stjórnmálum einhvern tímann í framtíðinni. Hann ætlar þó ekki í framboð fyrir komandi alþingiskosningar. 17.10.2024 23:17
Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta. 17.10.2024 22:20
KA og ÍR fögnuðu eftir spennu ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fram að velli í Breiðholti í kvöld, 35-34, eftir spennuleik í Olís-deild karla í handbolta. KA-menn unnu HK-inga með sömu tölum á Akureyri og hafa því líkt og ÍR-ingar unnið tvo leiki af sjö. 17.10.2024 21:47