Newcastle lét draum Víkings rætast „Hvílíkt kvöld í Newcastle!“ skrifaði Grammy-verðlaunahafinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Instagram eftir að hafa verið sérstakur gestur á leik Newcastle og Arsenal í enska deildabikarnum í gærkvöld. Þar með rættist gamall draumur píanóleikarans. 6.2.2025 09:00
U21-strákarnir í riðli með Frökkum Dregið hefur verið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta karla sem hefst í næsta mánuði. Ísland lenti meðal annars með sterku liði Frakka í riðli. 6.2.2025 08:50
Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju. 6.2.2025 07:36
Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands. 5.2.2025 15:08
Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Launakröfur Alejandro Garnacho gerðu það að verkum að Napoli, topplið Ítalíu, gat ekki fengið argentínska vængmanninn frá Manchester United í janúar. Áhugi Ítalanna var þó mikill. 5.2.2025 14:33
Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, er meiddur í læri og mun ekki taka þátt á morgun í seinni leiknum við Tottenham, í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. 5.2.2025 13:46
Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. 5.2.2025 10:16
Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félaginu sé „ofboðið“ vegna þess níðs sem markamaskínan Khadija Shaw mátti þola eftir að City tapaði gegn Arsenal á sunnudaginn í ensku ofurdeildinni í fótbolta. 5.2.2025 09:03
Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. 5.2.2025 08:32
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5.2.2025 08:02