Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Í Stúkunni í gærkvöld mátti heyra upptöku af samskiptum dómara við aðstoðardómara og leikmenn í Garðabænum á sunnudag, þegar mark var dæmt af Vestra í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. 19.8.2025 08:33
Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur. 19.8.2025 08:05
Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti KR-ingar komu sér á ný úr fallsæti í Bestu deild karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Fram í lokaleik 19. umferðar. Markið mikilvæga má nú sjá á Vísi. 19.8.2025 07:30
Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton. 18.8.2025 16:32
María mætt til frönsku nýliðanna Miðvörðurinn þrautreyndi María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar handboltaþjálfara, hefur yfirgefið England og samið við franska knattspyrnufélagið Marseille. 18.8.2025 13:02
Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum Einn allra besti fótboltaleikur ársins fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar FH vann loksins sigur á gervigrasi, 5-4 gegn sjálfum Íslandsmeisturum Breiðabliks. Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins má sjá á Vísi. 18.8.2025 12:49
„Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. 18.8.2025 12:33
Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. 18.8.2025 11:02
Forest fær nýjan markahrók Samkeppnin í fremstu víglínu hjá Nottingham Forest hefur snaraukist eftir að félagið festi kaup á franska markahróknum Arnaud Kalimuendo frá Rennes fyrir 31,5 milljón evra. 18.8.2025 10:21
Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18.8.2025 09:30