Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota

Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára.

Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mót­herja

Markverðirnir Gianluigi Donnarumma og Gianluigi Buffon eru á meðal þeirra sem sent hafa þrettán ára ítölskum markverði hlýjar kveðjur eftir skelfilegt atvik á leik í yngri flokkum á Ítalíu, þar sem fertugur maður kýldi strákinn unga.

Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri

Ómar Ingi Magnússon skoraði úr öllum átta skotum sínum fyrir Magdeburg í kvöld, í 34-28 sigri á Eisenach. Íslenska tríóið skoraði samtals fimmtán mörk í leiknum fyrir Magdeburg. Íslendingar voru einnig að spila í Danmörku og Portúgal.

„Tauga­laus“ Óðinn með þrettán mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur.

Viggó lék stóra rullu þegar læri­sveinar Arnórs frusu

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir þátt í því að Erlangen skoraði sex síðustu mörkin og tókst að vinna Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Sjá meira