Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. 31.10.2025 14:28
Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Fjórum brottförum frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Stefnt er að því að fljúga seinnipartinn. 31.10.2025 11:46
Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði. 31.10.2025 10:43
Hringvegurinn opinn á ný Hluta Þjóðvegar 1 var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land. Opnað var aftur fyrir umferð um veginn rétt fyrir klukkan eitt. 31.10.2025 08:53
Reyna að lokka íslenska lækna heim Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim. 30.10.2025 16:51
Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Skrýtin skjálftahrina við Bláa lónið í dag reyndust vera sprengingar vegna framkvæmda HS Orku á svæðinu. Upplýsingafulltrúi segir miður að ekki hafi verið látið vita að sprengingarnar færu fram í dag. 30.10.2025 16:14
Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur sagt starfi sínu lausu sem verkefnastjóri kynningarmála hjá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þess í stað snýr hún sér að kynningarmálum Samtaka atvinnulífsins. 30.10.2025 12:43
Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. 30.10.2025 12:25
Gular veðurviðvaranir víða um land Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir víða um land. Þær taka gildi á föstudag og verða fram á laugardagsmorgun. 30.10.2025 10:23
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28.10.2025 22:20