Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Samfélagsleg losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík jókst um 1,5 prósent á milli ára. Árið 2024 losnuðu 614 þúsund tonn. Aukningin er meðal annars vegna meiri losunar við meðhöndlun úrgangs. 2.11.2025 10:53
Drónaumferð við herstöð í Belgíu Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði. 2.11.2025 10:01
Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Þrátt fyrir að deilt hafi verið um hvort að fresta ætti hrekkjavökunni á hinum ýmsu íbúðasíðum gripu heitustu stjörnurnar tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga. Á samfélagsmiðlum mátti bregða fyrir vampírum, prinsessum og öðrum áhrifavöldum. 1.11.2025 16:23
Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1.11.2025 16:15
Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1.11.2025 15:26
Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tango Travel segist vera í áfalli eftir að fyrirtækið þurfti að hætta starfsemi vegna áhrifa af gjaldþroti Play. Hann er ósáttur við reglugerð um Ferðamálastofu og telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið. 1.11.2025 12:30
Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. 1.11.2025 10:50
Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Ferðaskrifstofan Tango Travel hefur ákveðið að hætta starfsemi í núverandi mynd. Ástæðan séu þungu áhrifin sem skrifstofan varð fyrir vegna falls flugfélagsins Play. 1.11.2025 09:25
Nær öllu innanlandsflugi aflýst Nær öllum flugferðum innanlands í dag hefur verið aflýst vegna veðurs í dag. Þetta hefur áhrif á um sjö hundruð farþega. 31.10.2025 16:45
Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Mannekla meðal fangavarða á Íslandi hefur töluverð áhrif á tilfinningalíf þeirra en samstaða meðal varðanna vegur á móti álaginu. Þetta kemur fram í nýrri mastersrannsókn Laufeyjar Sifjar Ingólfsdóttur. Hún kynnti niðurstöðurnar í Þjóðarspeglinum í dag. 31.10.2025 15:52