Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Nýr leikskóli mun rísa í Kópavogi og verður tekin í ntokun haustið 2026. Gert er ráð fyrir að um sextíu börn á aldrinum tveggja til sex ára fái pláss þar. 14.4.2025 16:23
Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram. 13.4.2025 23:27
Laufey tróð upp á Coachella Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda. 13.4.2025 22:25
Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. 13.4.2025 21:37
Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum hefur verið lokað. Einstaklingur situr þar fastur í bíl. 13.4.2025 20:53
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13.4.2025 19:47
Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu. 13.4.2025 19:27
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13.4.2025 18:00
Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Fundur fulltrúa Bandaríkjana og fulltrúa Íran í Óman um kjarnorkuvopn var lýst sem „uppbyggilegum.“ Annar fundur hefur verið boðaður eftir viku. 12.4.2025 23:36
Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. 12.4.2025 22:14