Páskaumferðin hefur gengið vel Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða. 6.4.2023 13:14
Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði 5.4.2023 00:00
Sálfélagslegur stuðningur í þjónustumiðstöð í Neskaupstað Almannavarnir hafa opnað þjónustumiðstöð í Neskaupstað sem á að aðstoða við hinar ýmsu áskoranir sem fólk á svæðinu glímir við eftir snjóflóð síðustu viku. Búið er að hrinda af stað söfnun fyrir þá sem sjá fram á mikinn kostnað vegna flóðanna. 3.4.2023 23:59
Lokunin augljóst merki um mismunun Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. 3.4.2023 22:04
„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 31.3.2023 17:41
Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31.3.2023 12:19
Líta verði á börn sem fjárfestingu en ekki kostnað Nauðsynlegt er að líta á börn sem fjárfestingu til framtíðar en ekki sem kostnað, þetta segir barnamálaráðherra. Ráðstefna um málefni barna fer nú fram í samvinnu Evrópuráðsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins. 30.3.2023 14:31
Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. 26.3.2023 23:14
Vínbúðir gætu opnað á sunnudögum Enginn vilji er til þess að áfengi verði selt í almennum verslunum segir þingkona Framsóknarflokksins en frumvarp um rýmkun opnunartíma vínbúða hefur verið lagt fyrir Alþingi. 26.3.2023 22:06
Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26.3.2023 12:09