Segir íslenska háskóla skrapa botninn Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 12:09 Áslaug segir íslenska háskóla hafa dregist verulega aftur úr. Vísir/Arnar Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira