Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Samúel Karl Ólason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 31. mars 2023 12:19 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42