Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 16.3.2025 09:30
Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Að minnsta kosti 51 lét lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði. 16.3.2025 08:43
Hótað með hníf og rændur í miðbænum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þar var árásarþola hótað með hníf á meðan ránið var framið. Lögreglan segir málið í rannsókn. 16.3.2025 08:00
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. 16.3.2025 07:44
Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. 15.3.2025 14:38
Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum. 15.3.2025 11:24
Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. 15.3.2025 09:59
Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. 15.3.2025 08:50
Mikið slegist í miðbænum Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að sjö tilkynningar um líkamsárásir eða slagsmál bárust lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun en á tímabilinu voru sjötíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar og voru sex í fangaklefa nú í morgun. 15.3.2025 08:10
Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. 15.3.2025 07:47