Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vara við gróðureldum vegna flug­elda

Almannavarnanefnd Austurlands varar við því að mikil hætta sé á gróðureldum vegna flugelda. Snjóþekja sé víða lítil og gróður þurr en nokkuð stórir eldar kviknuðu í Neskaupstað, á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi kringum áramótin.

Rétta yfir löggu fyrir að­gerða­leysi á meðan börn og kennarar voru myrt

Réttarhöld gegn einum af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 hefjast í dag. Adrian Gonzales hefur verið ákærður fyrir að yfirgefa 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum.

Reyna að koma sex­tán skipum gegnum her­kví

Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma.

Hand­tóku 357 meinta ISIS-liða í kjöl­far mann­skæðra á­taka

Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið 357 menn sem grunaðir eru um að tengjast Íslamska ríkinu.  Var það gert í kjölfar skotbardaga milli lögregluþjóna og ISIS-liða í gærmorgun þar sem þrír lögregluþjónar, öryggisvörður og sex ISIS-liðar féllu.

Sí­fellt fleiri her­menn falla á ári hverju

Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024.

Þrí­tugasta á­rásin á bát meintra smyglara

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gærkvöldi þrítugustu árásina á bát sem sagður er hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásin var gerð á Kyrrahafinu undan vesturströndum Suður-Ameríku og munu tveir menn hafa verið um borð í bátnum þegar hann var sprengdur.

Blóð­baðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“

Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur.

Neita að ræða við Úkraínu­menn vegna meintrar á­rásar á heimili Pútíns

Ráðamenn í Rússlandi ætla að herða kröfur sínar gagnvart Úkraínumönnum í vegna meintrar drónaárásar á eitt af heimilum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og vilja ekki eiga beinar viðræður við Úkraínumenn. Ráðamenn í Úkraínu segja enga slíka árás hafa verið gerða en Rússar hafa engar sannanir fært fyrir því að árásin hafi verið gerð og eiga sér langa sögu ósanninda.

Sádar sprengja her­gögn frá fursta­dæmunum í Jemen og hóta frekari á­rásum

Her Sádi-Arabíu gerði í morgun loftárásir á höfnina í Mukalla í Jemen sem sagðar eru hafa beinst að vopnasendingum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ráðamenn í Sádi-Arabíu vöruðu í kjölfarið furstadæmin við því að aðgerðir þeirra og stuðningur við vopnaðan hóp sem kallast STC væri einkar hættulegur.

Neita að tjá sig um um­mæli Trumps um á­rás í Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að herafli sinn hefði gert árás á „stóra aðstöðu“ í Venesúela í síðustu viku. Hann sagði þó lítið annað og embættismenn í Bandaríkjunum hafa ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna um hvað Trump hafi verið að vísa í.

Sjá meira