Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ísraelar fá að vera með í Euro­vision

Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela.

Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín

Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða.

Leggja fram á­ætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að frystar eignir Rússa í Belgíu og öðrum Evrópuríkjum verði notaðar til að fjármagna 165 milljarða evra lán til Úkraínu. Peningarnir yrðu notaðir til að fjármagna ríkisrekstur og varnir Úkraínu á næstu árum.

Braust inn í vín­búð og „drapst“ á klósettinu

Óprúttinn, grímuklæddur innbrotsþjófur braust um helgina inn í vínbúð í Virginíu í Bandaríkjunum. Þjófurinn er sagður hafa hagað sér dýrslega í versluninni, þar sem hann braut áfengisflöskur og drakk úr þeim af svo mikilli áfergju að hann „drapst“ inni á klósetti í versluninni.

Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í kvöld myndir og myndbönd frá einkeyju barnaníðingsins heitna, Jeffreys Epstein. Hluti myndefnisins hefur aldrei sést áður.

Rúss­neskur geim­fari sakaður um njósnir

Rússneski geimfarinn Oleg Artemíev var á dögunum fjarlægður úr teymi geimfara sem átti að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í upphafi næsta árs. Hann er sagður hafa brotið gegn þjóðaröryggislögum í Bandaríkjunum með því að hafa tekið myndir af skjölum og eldflaugahreyflum í starfsstöð SpaceX í Kaliforníu.

Náðar Demó­krata sakaðan um mútu­þægni

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum.

Engin niður­staða á annars „gagn­legum“ fundi

Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur.

Sjá meira