Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Átum þá lifandi í fyrri hálf­leik“

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum.

Norris á rá­spól í Singa­púr

Lando Norris hafði betur gegn sínum helsta keppinaut í baráttunni um heimsmeistaratitil Formúlu 1 og hefur leik í kappakstur helgarinnar á ráspól. Max Verstappen, margfaldur heimsmeistari, kemur þar á eftir.

Fínn leikur Ís­lendinganna í Þýska­landi dugði ekki til

Íslendingalið Melsungen mátti þola tap í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni og félögum í Göppingen. Aldís Ásta Heimisdóttir átti hins vegar góðan leik þegar lið hennar Skara vann stórsigur í Svíþjóð.

Setja pressu á Barcelona með sigri

Spánarmeistarar Real Madríd setja pressu á topplið Barcelona með 4-1 sigri sínum á Espanyol í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Nú munar aðeins stigi á liðunum en Börsungar eiga þó leik til góða.

„Ekki jafn auð­velt og loka­tölurnar gáfu til kynna“

„Þetta var góð frammistaða, sérstaklega með boltann. Við áttum fjöldann allan af skotum og sköpuðum mörg færi en þetta var ekki jafn auðvelt og lokatölurnar gáfu til kynna,“ sagði Arne Slot, þjálfari Liverpool, eftir sigur liðsins á Bournemouth í dag.

Sjá meira