Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefur ekki lyst á að koma ná­lægt Euro­vision

Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann.

Sjálf­stæðis­menn af­greiða samstarfstillögu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram.

Krefur ríkið um 225 milljónir króna

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist.

31 íkveikja það sem af er ári

Alls sinntu slökkvilið landsins 683 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024, en 31 útkall var vegna elds sem grunur er á að hafi orðið til vegna íkveikju. Þetta er á meðal þess sem kemur fram útkallsskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir fyrsta ársfjórðung 2024.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ekkert varð af þingfundi sem halda átti í dag með þrettán stjórnarfrumvörp á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Óljóst er hvort hægt verði að boða til þingfundar á morgun. Við heyrum í þingmönnum og ráðherrum um sérstaka stöðu í íslenskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hryðjuverkamálið til Lands­réttar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Sindri snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraðsdómi af þeim hluta málsins.

For­eldrar undra sig á skerðingu opnunar­tíma sund­lauga

Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.

Á­nægð með á­kvörðun sína og hlakkar til fram­haldsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu.

„Ó­neitan­lega ó­venju­legt“

Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands.

Katrín verður for­sætis­ráð­herra þangað til að ný stjórn er mynduð

Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Sjá meira