Trump útilokar að bjóða sig fram aftur Donald Trump forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna segist ekki munu gefa kost á sér í kosningunum 2028 fari svo að hann tapi í nóvember. 22.9.2024 22:39
Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. 22.9.2024 20:50
Bjarni fundaði með Guterres Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti í dag Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við Leiðtogafund um framtíðina sem stendur yfir í New York. 22.9.2024 18:24
Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. 22.9.2024 18:02
Janet Jackson biðst afsökunar á undarlegum ummælum Söngkonan Janet Jackson hefur beðið Kamölu Harris forsetaframbjóðanda afsökunar fyrir ummæli sem hún lét falla í hennar garð sem vöktu mikla reiði vestanhafs. 22.9.2024 17:54
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21.9.2024 23:42
Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21.9.2024 23:24
Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. 21.9.2024 22:01
Lögreglumenn í veikindaleyfi vegna þungra mála Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn farna að nýta sér sálfræðiúrræði í auknum mæli en að verkefni undafarinna mánuða hvíli þungt á mörgum. 21.9.2024 20:56
Mikill reykur eftir að gleymdist að slökkva á kerti Mikla brunalykt og reyk bar frá heimili í hverfi 104 í Reykjavík eftir að gleymst hafði að slökkva á kerti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. 21.9.2024 18:57