„En við þurfum samt Grænland“ Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland. 4.1.2026 18:30
Borgarstjórinn segist heita Heiða Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. 4.1.2026 18:02
Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Nicolás Maduro forseti Venesúela og Cilia Maduro eiginkona hans eru komin til New York-borgar. Bandarísk herþota með forsetahjónin hlekkjuð um borð er lent á Stewart-flugherstöðinni. 3.1.2026 22:41
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. 3.1.2026 21:55
Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. 3.1.2026 21:35
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3.1.2026 19:23
Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. 3.1.2026 18:03
Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir umferðarslys sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 3.1.2026 17:47
Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. 3.1.2026 09:28
Eldur við flugvöll á Grænlandi Eldur kviknaði í byggingu á vegum verktakafyrirtækisins Munck Gruppen við flugvöllinn í Ilulissat á Grænlandi. Eldurinn kom upp í matsal starfsmanna fyrirtækisins. 3.1.2026 00:02