Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. 27.11.2024 20:56
Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27.11.2024 20:07
Gul viðvörun á Vestfjörðum Gul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum til klukkan tvö í nótt. 27.11.2024 19:59
Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27.11.2024 19:37
Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27.11.2024 18:16
Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt. 17.11.2024 23:25
Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðsins, er látinn 82 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Hreinsdóttur og fjögur börn. 17.11.2024 21:34
Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur. 17.11.2024 20:59
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17.11.2024 20:13
Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastalund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla. 17.11.2024 20:00