Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“ 10.10.2025 18:02
Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. 10.10.2025 17:31
Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Gríðarstór sprenging varð í hergagnaverksmiðju í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Viðbragðsaðilar á vettvangi segja að einhver fjöldi fólks sé látinn og að annarra sé saknað. 10.10.2025 16:52
Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í dag eftir fimmtán ára stúlku. Stúlkan er nú fundin. 7.10.2025 18:08
Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7.10.2025 17:21
Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Veðurstofa Íslands spáir hárri ölduhæð og talsverðum áhlaðanda í Faxaflóa á morgun. Gul viðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu og suðurströndinni allri frá hádegi á morgun. 7.10.2025 15:31
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7.10.2025 15:23
Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. 1.10.2025 23:02
Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. 1.10.2025 22:32
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. 1.10.2025 20:49