Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Kaflaskil í fjölmiðlasögunni eiga sér stað í kvöld þegar síðasti tíufréttatíminn fer í loftið hjá Ríkisútvarpinu. Tíufréttir hafa verið í loftinu í einni eða annarri mynd frá árinu 1988. 1.7.2025 19:58
„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1.7.2025 18:51
Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. 1.7.2025 18:31
Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. 30.6.2025 23:29
Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. 30.6.2025 20:47
Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna strandveiðibáts sem lenti í vandræðum með stýri bátsins. Bátinn rak stjórnlaust í átt að landi en hann hefur nú verið dreginn til Patreksfjarðar. 30.6.2025 19:55
Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Skemmdir voru unnar á um tíu bílum á Seltjarnarnesi um helgina en tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagsmorgun. Bílarnir voru kyrrstæðar í bílastæðum við Seltjarnarneskirkju á Kirkjubraut og á Nesvegi við Mýrarhúsaskóla. 30.6.2025 18:35
Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. 30.6.2025 18:19
Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30.6.2025 17:06
Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. 30.6.2025 16:57