Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ólga innan björgunar­sveita vegna tíu milljóna Grinda­víkur­styrks

Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu.

Fimm vistaðir í fangaklefa í dag

Erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fimm hafa verið vistaðir í fangaklefa frá því í morgun.

Hitametin orðin of mörg til að telja upp

Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal.

„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“

Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega.

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá baráttu slökkviliðsmanna sem enn berjast við mikla gróðurelda á gosstöðvunum og hafa meðal annars notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við það í dag. Það hefur létt slökkviliðsmönnum störfin að fólk hefur virt lokanir á gönguleiðum að gosinu.

Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi

Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti.

Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá

Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður.

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Sjá meira