Strandveiðimenn boða til mótmæla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 23:31 Á myndinni er Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands. aðsend Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf. Strandveiðifélag Íslands stendur fyrir mótmælunum. Samkvæmt tilkynningu mun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flytja ávarp auk þess sem tónlistarmaðurinn KK mun flytja nokkur lög. Loks mun Kristján Torfi og tillukarlakórinn stíga á stokk. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er með þessa tilhögun. Í tilkynningu frá strandveiðifélagi Íslands segir: „Strandveiðar voru stöðvaðar þann 11. júlí síðastliðinn þrátt fyrir að veiðarnar eigi að standa yfir í fjóra mánuði; í maí, júní, júlí og ágúst. Um er að ræða fjórða árið í röð þar sem veiðitímabilið er skert og annað árið í röð þar sem stöðvunin fer fram í júlímánuði. Það er mat félagsins að það starfsumhverfi sem strandveiðimönnum er búið sé óboðlegt.“ Og ennfremur: „Stöðvunin er reiðaslag fyrir strandveiðisjómenn, fjölskyldur þeirra og brothættar byggðir hringinn í kring um landið. Strandveiðifélag Íslands er þeirrar skoðunar að ekki sé lengur hægt að taka stöðvun veiðanna þegjandi og hljóðalaust, enda er um að ræða umhverfisvænustu fiskveiðar sem stundaðar eru við Íslandsstrendur.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Strandveiðifélag Íslands stendur fyrir mótmælunum. Samkvæmt tilkynningu mun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flytja ávarp auk þess sem tónlistarmaðurinn KK mun flytja nokkur lög. Loks mun Kristján Torfi og tillukarlakórinn stíga á stokk. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er með þessa tilhögun. Í tilkynningu frá strandveiðifélagi Íslands segir: „Strandveiðar voru stöðvaðar þann 11. júlí síðastliðinn þrátt fyrir að veiðarnar eigi að standa yfir í fjóra mánuði; í maí, júní, júlí og ágúst. Um er að ræða fjórða árið í röð þar sem veiðitímabilið er skert og annað árið í röð þar sem stöðvunin fer fram í júlímánuði. Það er mat félagsins að það starfsumhverfi sem strandveiðimönnum er búið sé óboðlegt.“ Og ennfremur: „Stöðvunin er reiðaslag fyrir strandveiðisjómenn, fjölskyldur þeirra og brothættar byggðir hringinn í kring um landið. Strandveiðifélag Íslands er þeirrar skoðunar að ekki sé lengur hægt að taka stöðvun veiðanna þegjandi og hljóðalaust, enda er um að ræða umhverfisvænustu fiskveiðar sem stundaðar eru við Íslandsstrendur.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39
„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44