Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá baráttu slökkviliðsmanna sem enn berjast við mikla gróðurelda á gosstöðvunum og hafa meðal annars notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við það í dag. Það hefur létt slökkviliðsmönnum störfin að fólk hefur virt lokanir á gönguleiðum að gosinu.

Á sama tíma og glóðheitt hraunið kveikir í gróðri á Reykjanesi eru íbúar í sunnanverðri Evrópu og Bandaríkjunum margir að bugast vegna kæfandi hita. Líkur eru á að Evrópumet verði slegið á Ítalíu þar sem spáð var að hitinn færi yfir 48 gráður.

Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í Lindahvolsmálinu segir það verða að fara fyrir dómstóla því Alþingi væri ófært um að leysa það. Hann svarar ákúrum núverandi ríkisendurskoðanda í hans garð fullum hálsi og segir umdeilda greinargerð hans eiga fullt erindi við almenning.

Vaxandi þörf er fyrir þjónustu túlka með mikilli fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi. Framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs segir túlka oft koma að erfiðum og viðkvæmum málum.

Og í fréttatímanum skellum við okkur í för með vösku fólki sem er að efla hringrásarkerfið með sorptunnuskiptum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir eru ánægðir með nýju margskiptu tunnurnar.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×