Sjö fluttir á slysadeild eftir alvarlegt umferðarslys Sjö voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir alvarlegt umferðarslysi á Snæfellsnesvegi, norðan við Hítará, skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Töluverður viðbúnaður er á svæðinu og hefur veginum verið lokað. 17.7.2023 13:40
Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17.7.2023 00:00
Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds. 16.7.2023 23:39
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16.7.2023 23:05
Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16.7.2023 21:30
Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. 16.7.2023 19:41
Líklega ekki nóróveira Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum. 16.7.2023 18:31
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15.7.2023 23:59
Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. 15.7.2023 23:12
Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15.7.2023 22:48