Um 24 stiga frost á Sauðárkróki í dag 23,9 stiga frost mældist við flugvöllinn á Sauðárkróki í dag, sem er með mesta frosti sem mælst hefur í ár. Mestur var hitinn 3,8 gráður við Steina á Suðurlandi. 23.12.2023 23:04
Handtekinn grunaður um hnífstungu í sumarhúsi Viðbragðsaðilar voru kallaðir til að sumarhúsi á Hólmsheiði fyrr í kvöld vegna hnífsstungu. Einn var fluttur særður á sjúkrahús en einn handtekinn. 23.12.2023 22:28
Þrír sjúkrabílar sendir á Hólmsheiði Þrír sjúkrabílar voru kallaðir til vegna atviks á Hólmsheiði í kvöld. 23.12.2023 21:23
Alræmdir glæpahópar gripnir með tvö tonn af kókaíni Spænska lögreglan hefur handtekið tíu manns, sem taldir eru háttsettir innan alræmds glæpahóps á Spáni og í Portúgal. Hópurinn er talinn afar umsvifamikill í fíkniefnasmygli innan Evrópu. 23.12.2023 20:36
Bækur Gyrðis aldrei verið vinsælli Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli. 23.12.2023 18:45
Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi við athöfn á Borgarbókarsafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag. 5.12.2023 22:36
„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. 5.12.2023 21:49
Eldur kviknaði í bíl á bílastæði Krónunnar Eldur kviknaði í bíl á bílastæði Krónunnar á Völlunum í Hafnarfirði í kvöld. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á svæðið. 5.12.2023 20:17
„Mjög þungt högg fyrir Akureyri“ Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn. 5.12.2023 18:54
Tæplega þúsund bændur fá 1,6 milljarð í styrk Áætlað er að stuðningur sem nemur alls 1.600 milljónum króna verði geiddur til 982 bænda, sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands, fyrir árslok 2023. 5.12.2023 17:45