Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkis­stjórnin hafi sjálf skil­yrt stuðning við Úkraínu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum.

„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“

Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 

„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu

„Í mínum huga væri það ansi hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar við að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein á Vísi. 

Fjórir létust í lestar­slysi í Tékk­landi

Fjórir eru látnir og 26 eru slasaðir eftir að tvær lestir skullu saman skammt frá bænum Pardubice í Tékklandi. Um 300 farþegar voru innanborðs í annarri lestinni sem var á leið frá Prag til Úkraínu í gærkvöldi. 

Þórður Steinar stefnir á hval­veiðar auk Hvals hf.

Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK.

Þekktur sænskur rappari skotinn til bana

Sænski rapparinn C. Gambino var skotinn til bana á bílastæði í Gautaborg í gærkvöldi. Í maí síðastliðnum vann hann til hinna sænsku Grammis-verðlauna.

Gervispilanir tröll­ríða vinsældarlista Spotify

Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify koma niður á tekjuöflun íslenskra tónlistarmanna. Vandamálið er áberandi á topplista Spotify á Íslandi, þar sem algjörlega óþekktir erlendir listamenn skjóta reglulega upp kollinum með grunsamlega mikið streymi. 

Sjá meira