Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 13:23 Þórður Steinar á hrefnuveiðum árið 2011. aðsend Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. „Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira